Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   sun 16. febrúar 2025 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sigrar hjá Frankfurt og Mainz í Evrópubaráttunni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt bætti stöðu sína í toppbaráttu þýska boltans með góðum sigri gegn nýliðum Holstein Kiel í dag.

Frankfurt vann leikinn 3-1 og er í góðri stöðu í þriðja sæti deildarinnar. Liðið situr í Meistaradeildarsæti, sex stigum fyrir ofan Evrópudeildarsætin. Frankfurt er þó heilum 13 stigum á eftir toppliði FC Bayern þegar 12 umferðir eru eftir af tímabilinu.

Kiel er áfram í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá Hoffenheim í öruggu sæti. Hoffenheim gerði frábærlega að leggja Werder Bremen á útivelli til að fjarlægjast fallsvæðið.

Heidenheim er að lokum einu stigi fyrir ofan Kiel eftir tap á heimavelli gegn Mainz, sem vippar sér upp í Evrópusæti með sigrinum. Mainz er óvænt í sjötta sæti, aðeins einu stigi frá Evrópudeildarsæti.

Eintracht Frankfurt 3 - 1 Holstein Kiel
1-0 Hugo Larsson ('18 )
2-0 Tuta ('37 )
2-0 Hugo Ekitike ('45 , Misnotað víti)
3-0 Can Uzun ('60 )
3-1 Finn Porath ('73 )

Heidenheim 0 - 2 Mainz
0-1 Jonathan Michael Burkardt ('29 )
0-2 Nelson Weiper ('49 )

Werder 1 - 3 Hoffenheim
1-0 Stanley Nsoki ('7 , sjálfsmark)
1-1 Anton Stach ('28 )
1-2 Tom Bischof ('44 )
1-3 Emmanuel Gift ('63 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 9 2 2 5 11 16 -5 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner
banner