Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 16. apríl 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Bernardo Silva: Drifkraftur að geta unnið þrennuna aftur
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bernardo Silva leikmaður Manchester City segir að það virki sem drifkraftur fyrir liðið að eiga möguleika á því að vinna þrennuna annað árið í röð. Takist það sé erfitt að mótmæla því að liðið sé það besta í sögunni.

City tekur á móti Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun, eftir að hafa gert 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á Bernabeu í síðustu viku.

City er með tveggja stiga forysta á Arsenal og Liverpool þegar sex umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni og á laugardag mun City mæt Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins.

„Tilhugsunin um þrennuna er drifkraftur og veitir okkur innblástur. Við viljum skrifa söguna og verða fyrsta liðið sem vinnur úrvalsdeildina fjögur ár í röð. Og við viljum við vinna Meistaradeildina annað árið í röð," segir Silva.

„Það yrði sögulegt að vinna þrennuna tvö ár í röð en sá draumur gæti horfið á einni viku. Við munum berjast fyrir því að vinna allt sem við getum."
Athugasemdir
banner
banner