Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 16. apríl 2024 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Southampton að blanda sér í titilbaráttuna
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Southampton 3 - 0 Preston
1-0 Che Adams ('19)
2-0 Che Adams ('29)
3-0 Stuart Armstrong ('33)

Southampton tók á móti Preston North End í eina leik kvöldsins í Championship deild enska boltans og skóp góðan sigur eftir frábæran fyrri hálfleik.

Ché Adams var allt í öllu þar sem hann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Stuart Armstrong bætti þriðja og síðasta markinu við á 33. mínútu.

Preston átti engin svör gegn sterku liði Southampton og gerðu gestirnir sig aldrei líklega til að minnka muninn.

Southampton er í fjórða sæti eftir þennan sigur, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Ipswich og með leik til góða þegar flest lið eiga þrjár umferðir eftir.

Þetta var þriðji sigurleikur Southampton í röð en titilbaráttupakkinn er afar þéttur í ár, þar sem Ipswich, Leicester City og Leeds United hafa öll verið að hiksta á undanförnum vikum.

Þetta tap gerir svo gott sem út um vonir Preston að berjast um umspilssæti fyrir ensku úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner