Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. maí 2021 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist hafa heyrt að Gísli spili og æfi best reiður
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðablik, var nokkuð óvænt á bekknum þegar liðið mætti Keflavík í Pepsi Max-deildinni á fimmtudag í síðustu viku.

Það rataði í hlaðvarpsþáttinn Dr. Football að Gísli hefði verið vel pirraður með þessa ákvörðun en hann kom inn á sem varamaður á 59. mínútu og lagði upp þriðja mark Blika fyrir Thomas Mikkelsen í leiknum. Lokatölur urðu 4-0.

Sjá einnig:
Gísli: Auðvitað er ég brjálaður að þurfa að vera á bekknum

Það var rætt um Gísla í Stúkunni á Stöð 2 Sport fyrir leik Víkings og Blika í kvöld. Gísli er þar kominn aftur í byrjunarliðið.

„Ég get bara sagt það hreint út að ég hef heyrt það úr Kópavoginum að Gísli spilar og æfir best þegar hann er aðeins reiður," sagði Guðmundur Benediktsson.

„Það eru leikmenn sem eru þannig," sagði Gummi jafnframt en hægt er að fara í beina textalýsingu frá leiknum með því að smella hérna.

Pepsi Max-deild karla
19:15 Leiknir R.-Fylkir (Domusnovavöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner