Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. maí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stubbur með leikrit - „Þetta var alltof gott"
Stubbur hefur staðið sig vel í marki KA.
Stubbur hefur staðið sig vel í marki KA.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, var í skemmtilegu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Hallgrímur hefur verið frábær í upphafi Íslandsmótsins og það hefur liðsfélagi hans, Steinþór Már Auðunsson - betur þekktur sem Stubbur - einnig verið. Stubbur hefur byrjað tímabilið í marki KA vegna meiðsla Kristijan Jajalo.

„Þetta er frændi minn. Ég fæ að upplifa það í vinnunni á hverjum degi - við vinnum saman - að hann er sáttur þessa dagana. Hann á það skilið. Hann er ótrúlega góður markvörður og það er óþolandi að fara einn á einn gegn honum," sagði Hallgrímur.

Það átti sér athyglisvert atvik stað í leiknum á móti KR í annarri umferð. Rodri, miðjumaður KA, fékk höfuðhögg og til þess að sóa tíma á meðan hann var út af vellinum þá ákvað Stubbur að fara niður.

„KR-ingar ná ágætis spilkafla enda KA-menn einum færri enn sem komið er, fá hornspyrnu en þá er leikurinn stöðvaður aftur og eitthvað verið að kanna með Stubb markmann... Þetta var greinilega alvöru árekstur þarna áðan," skrifaði Baldvin Már Borgarsson í beinni textalýsingu.

Stubbur fékk aðhlynningu og var hann 'teipaður' á lærinu. Það var hins vegar leikrit ef svo má kalla það.

„Ég held að það hafi allir lesið rétt í þetta. Þetta var þannig að við þurftum smá tíma fyrir Rodri. Það var ákveðið þarna að nota þetta til að gefa Rodri tíma til að koma aftur. Þetta var stórgott og það var mikið hlegið að því þegar það var 'zoomað' á hann í sjónvarpinu," sagði Grímsi.

„Þetta var alltof gott."

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Grímsa í útvarpsþættinum hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Pepsi Max, Lengja og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner