Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gattuso að hætta 20 dögum eftir að hann tók við
Stoppar stutt.
Stoppar stutt.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso er að hætta sem þjálfari Fiorentina á Ítalíu, 20 dögum eftir að hann tók við starfinu.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu og þá er það yfirleitt ekki neitt kjaftæði.

Romano segir að Gattuso og umboðsmaður hans, Jorge Mendes, séu ósammála stjórn Fiorentina í leikmannamálum, varðandi leikmannakaup.

Gattuso hafi því ákveðið að segja starfi sínu lausu.

Gattuso var látinn fara sem stjóri Napoli eftir síðustu leiktíð. Gattuso vann eiginlega allt sem hægt var að vinna sem leikmaður AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006.

Hans fyrsta þjálfarastarf var hjá Sion í Sviss en síðan hefur hann stýrt Palermo, AC Milan og Napoli ásamt Pisa og OFI Crete.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner