Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 16. júní 2021 20:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikkelsen lengi frá? - Óskar segir Jason hlaupa svo mikið
Thomas Mikkelsen.
Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Thomas Mikkelsen, sóknarmaður Breiðabliks, er ekki í hóp gegn Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Mikkelsen hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu, en hann sneri aftur í sigrinum gegn Fylki í síðustu umferð.

„Hann meiddist á ökkla á æfingu í gær og fer í myndatöku á föstudag. Það er ekki vitað nákvæmlega hversu alvarleg meiðslin eru en það getur vel farið svo að hann verði lengi frá," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, við Stöð 2 Sport,

Jason Daði hvíldur
Jason Daði Svanþórsson byrjar ekki hjá Blikum í kvöld. Jason Daði hefur spilað vel í sumar. Óskar Hrafn sagði í viðtalinu við Stöð 2 Sport að það væri verið að hvíla unga manninn í ljósi þess að hann væri búinn að spila og æfa mikið, og hlaupa gríðarlega mikið.

Þetta þótti sérfræðingum athyglisvert. „Hann talaði tóma dellu í þessu viðtali. Ég held að Blikarnir séu búnir að spila einn leik á síðustu tíu dögum," sagði Jón Þór Hauksson. „Það hlýtur að vera taktísk breyting."

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum.
Athugasemdir
banner