Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 16. júní 2021 08:30
Victor Pálsson
Ronaldo var fyrirmynd Jota
Cristiano Ronaldo er fyrirmynd Diogo Jota en þeir eru samherjar í portúgalska landsliðinu.

Ronaldo er fyrrum leikmaður Manchester United en Jota er í dag á mála hjá Liverpool eftir dvöl hjá Wolves.

Jota leit mikið upp til Ronaldo á sínum yngri árum en Ronaldo skoraði tvö mörk í gær er Portúgal vann Ungverjaland 3-0 á EM.

„Cristiano var mín fyrirmynd. Ég sá hann spila í hæsta gæðaflokki með Manchester United og sá hann vinna ýmis verðlaun eins og Ballon d'Or," sagði Jota.

„Sem Portúgali þá hef ég alltaf litið upp til hans og vil feta í hans spor."

„Þegar ég spilaði minn fyrsta landsleik árið 2019 þá kom ég inná fyrir hann, það var sérstök stund."
Athugasemdir
banner