Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 16. júní 2022 15:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór lék sinn fyrsta leik í sumar - „Þarf að hafa fyrir því að komast í liðið aftur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sveinn Aðalsteinsson, leikmaður KR, lék sinn fyrsta leik í sumar gegn ÍA í gær.

Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, var spurður út í Arnór í viðtali eftir leikinn í gær.

Lestu um leikinn: KR 3 -  3 ÍA

„Það er frábært, við erum búnir að sakna hans inni á vellinum sem leiðtoga. Þeir sem hafa leyst hann af hólmi hafa spilað frábærlega og ég hef verið mjög ánægður með þá," sagði Rúnar.

„Arnór þarf að hafa fyrir því að komast í liðið aftur og gerir það. Hann bara fyrirliðabandið í dag og er traustur. Hann er mjög mikilvægur fyrir liðið sérstaklega þegar Pálmi er ekki leikfær í dag og þá þurfum við leiðtoga inná og hann kom gríðarlega sterkur inn í þetta."

Arnór ræddi sjálfur við mbl.is eftir leikinn.

„Lík­am­inn er bara mjög góður. Ég er bú­inn að vera í miklu basli með hæl­inn á mér og sin­ina þar á bak við, það er svona minn akki­les­ar­hæll í sum­ar! En til­finn­ing­in er góð og ég fann mikið þakklæti að fá að kom­ast á völl­inn aft­ur og mér finnst þetta ótrúlega gam­an," sagði Arnór.

„Að vera í þess­um hóp eru al­gjör for­rétt­indi. Ég tók það svo­lítið með mér. Svo nýt­ir maður alltaf tím­ann lík­am­lega til að gera eitthvað annað og mér finnst ég vera í standi. Ég þarf núna að ná mér al­veg, bæði í leik­form og að ná fæt­in­um al­veg 100 pró­sent og þá er þetta bara upp á við myndi ég segja," sagði Arnór við mbl.is.
Rúnar Kristins: Ég og enginn af mínum leikmönnum sætta sig við það
Athugasemdir
banner
banner
banner