Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
banner
   lau 16. júlí 2016 22:00
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Engin spurning að Ingimundur mun blómstra
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis.
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Grafarvogsliðið er í öðru sæti Pepsi-deildarinnar en það mætir Breiðabliki á heimavelli sínum á morgun, sunnudagskvöld.

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en þar talar Ágúst meðal annars um útlendingaval og þá umræðu að of fáir ungir leikmenn séu að spila í efstu deild.

Þá tjáir hann sig um Ingimund Níels Óskarsson sem Fjölnir hefur fengið frá Fylki en Ingimundur náði sér ekki á strik á Árbænum. Ágúst er sannfærður um að Ingimundur muni finna sig í Fjölnisbúningnum enda hefur hann fengið marga til að blómstra.

„Það hafa komið hingað margir leikmenn og algjörlega blómstrað. Ég hef engar áhyggjur af Ingimundi. Þetta er frábær leikmaður fyrir okkur að fá. Við munum hlúa að honum eins og við erum vanir að gera. Hann fær sjálfstraustið aftur og blómstrar hjá okkur. Það er engin spurning," segir Ágúst.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á þáttinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner