Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
Niðurtalningin - Stjarnan ætlar að skína skært í sumar
Niðurtalningin - FH ætlar hærra en þetta
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Niðurtalningin - Framarar með fulla skúffu af trixum
Hugarburðarbolti GW 31 Eru Liverpool sprungnir ?
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Niðurtalningin - Staðan tekin á Stólunum á Spáni
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
   lau 16. júlí 2016 22:00
Elvar Geir Magnússon
Gústi Gylfa: Engin spurning að Ingimundur mun blómstra
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis.
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Grafarvogsliðið er í öðru sæti Pepsi-deildarinnar en það mætir Breiðabliki á heimavelli sínum á morgun, sunnudagskvöld.

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan en þar talar Ágúst meðal annars um útlendingaval og þá umræðu að of fáir ungir leikmenn séu að spila í efstu deild.

Þá tjáir hann sig um Ingimund Níels Óskarsson sem Fjölnir hefur fengið frá Fylki en Ingimundur náði sér ekki á strik á Árbænum. Ágúst er sannfærður um að Ingimundur muni finna sig í Fjölnisbúningnum enda hefur hann fengið marga til að blómstra.

„Það hafa komið hingað margir leikmenn og algjörlega blómstrað. Ég hef engar áhyggjur af Ingimundi. Þetta er frábær leikmaður fyrir okkur að fá. Við munum hlúa að honum eins og við erum vanir að gera. Hann fær sjálfstraustið aftur og blómstrar hjá okkur. Það er engin spurning," segir Ágúst.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á þáttinn í heild sinni
Athugasemdir
banner