Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
   mið 16. júlí 2025 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Grétars tekinn við Fylki (Staðfest)
Lengjudeildin
Arnar Grétarsson er tekinn við Fylki
Arnar Grétarsson er tekinn við Fylki
Mynd: Fylkir
Mynd: Fylkir
Arnar Grétarsson er tekinn við Lengjudeildarliði Fylkis en hann gerir samning út leiktíðina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fylkismönnum í kvöld.

Árni Freyr Guðnason lét af störfum sem þjálfari Fylkis eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Fylkir hefur aðeins fengið tíu stig úr tólf leikjum sínum og var því ákveðið að gera breytingar á þjálfarateyminu.

Arnar, sem þjálfaði síðast Val, er tekinn við Fylki og mun stýra því út tímabilið. Hann þjálfaði Val í tæp tvö tímabil og gerði áður flotta hluti með KA.

„Mér finnst vera mikið upside í því að koma hingað til Fylkis. Hér er fullt af flottum leikmönnum, skemmtilegur völlur og ég hef verið að fylgjast með liðinu. Ég hef oft horft hýrum augum til Árbæjarins, bæði vegna aðstæðna, vallarins og Lautarinnar. Þegar þetta tækifæri kom upp var ákvörðunin því frekar einföld að mínu mat,“ sagði Arnar við undirskrift.

Arnar mun stýra sínum fyrsta leik á föstudaginn er Fylkir tekur á móti Njarðvík á Tekk-vellinum í Árbæ.

„Við teljum Arnar rétta manninn til að leiða þetta unga og metnaðarfulla lið áfram og treystum honum til að byggja upp af krafti, bæði til skemmri og lengri tíma,“ segir stjórn Fylkis um ráðninguna.

Fylkir er í 9. sæti með 10 stig, einu stigi frá botninum.
Athugasemdir
banner