Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 11:51
Brynjar Ingi Erluson
Palace fær miðvörð frá Frakklandi - Guehi til Liverpool?
Jaydee Canvot er á leið til Palace
Jaydee Canvot er á leið til Palace
Mynd: Toulouse FC
Bikarmeistarar Crystal Palace eru að landa franska miðverðinum Jaydee Canvot frá Toulouse fyrir 24 milljónir punda.

Þessi 19 ára gamli leikmaður þreytti frumraun sína með aðalliði Toulouse á síðasta tímabili og tókst að heilla, en alls lék hann 16 leiki yfir allt tímabilið.

Palace og Toulouse náðu samkomulagi um kaup og sölu á Canvot í gær og er hann nú á leið til Lundúna til að gangast undir læknisskoðun hjá Palace.

Canvot á 17 leiki fyrir yngri landslið Frakklands og talinn gríðarlegt efni.

Enska félagið hefur verið í leit að styrkingu í vörninni síðustu vikur og er möguleiki á að þessi skipti muni hjálpa Liverpool að fá Marc Guehi, fyrirliða Palace.

Liverpool hefur lagt fram 35 milljóna punda tilboð í Guehi en það er nú undir Steve Parish, stjórnarformanni Palace, komið að taka ákvörðun hvort hann vilji halda Guehi út tímabilið og missa hann frítt á næsta ári eða selja hann fyrir gluggalok.
Athugasemdir