Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 11:11
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea í viðræðum um framherja Sporting
Mynd: EPA
Chelsea er í viðræðum við portúgalska félagið Sporting um danska framherjann Conrad Harder en það er Sky Sports sem segir frá þessu í dag.

AC Milan og Leipzig hafa verið á eftir Harder undanfarnar vikur, en nú er Chelsea komið inn í baráttuna vegna meiðsla Liam Delap.

Harder er tvítugur og kom til Sporting frá Nordsjælland á síðasta ári, en hann skoraði 11 mörk í 47 leikjum með portúgalska liðinu á síðustu leiktíð.

Talið er að hann sé falur fyrir um það bil 25 milljónir punda.

Chelsea skipaði þá senegalska framherjanum Nicolas Jackson að snúa aftur til Englands þrátt fyrir að hafa náð samkomulagi um að lána hann til Bayern München. Samkvæmt Sky mun Chelsea ekki undir neinum kringumstæðum leyfa honum að fara á láni og kemur nú aðeins til greina að selja hann fyrir sanngjarnt verð.
Athugasemdir
banner
banner