Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 11:18
Brynjar Ingi Erluson
Milan leggur fram formlegt tilboð í Gomez
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska félagið AC Milan hefur lagt fram formlegt tilboð í Joe Gomez, varnarmann Liverpool á Englandi.

Englandsmeistararnir hafa verið nokkuð skýrir með að vilja halda Gomez en félagið mun leyfa honum að fara ef því tekst að fá Marc Guehi frá Crystal Palace.

Fabrizio Romano segir að Liverpool hafi lagt fram 35 milljóna punda tilboð og mun Palace fá 10 prósent af endursöluvirði hans. Steve Parish, stjórnarformaður Palace, mun taka ákvörðun um framtíð Guehi á næsta sólarhringnum.

Ef Liverpool fær Guehi þá mun það heimila söluna á Gomez, en nú er komið formlegt tilboð á borðið frá Milan og viðræður í fullum gangi.

Gomez er 28 ára gamall og verið á mála hjá Liverpool frá 2015. Þessi fjölhæfi varnarmaður á 242 leiki með enska félaginu, en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn á þessum tíu árum.
Athugasemdir
banner
banner