Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 11:26
Brynjar Ingi Erluson
Vardy á leið til Cremonese - „Here we go!“
Mynd: EPA
Enski sóknarmaðurinn Jamie Vardy hefur samþykkt að ganga í raðir Cremonese í Seríu A á Ítalíu en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Leicester City í sumar.

Vardy, sem er 38 ára gamall, mun gera eins árs samning við Cremonese og verður sá samningur framlengdur um ár til viðbótar ef liðið heldur sér uppi í Seríu A.

Hann mun fljúga til Mílanó í kvöld til að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir samninginn. Celtic og Feyenoord höfðu einnig áhuga, en Cremonese varð fyrir valinu og er hann nú klár í að hefja nýtt ævintýri sem verður líklega hans síðasta á ferlinum.

Englendingurinn skoraði 200 mörk í 500 leikjum sínum með Leicester og varð meðal annars Englandsmeistari með liðinu árið 2016 í einhverju mesta öskubusku ævintýri í sögu deildarinnar.

Árið 2021 vann hann enska bikarinn með liðinu sem var einnig nokkuð óvænt og þá var hann tvisvar í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni.

Vardy spilaði 26 A-landsleiki og skoraði 7 mörk með enska landsliðinu frá 2015 til 2018.


Athugasemdir
banner