Enski sóknarmaðurinn Jamie Vardy hefur samþykkt að ganga í raðir Cremonese í Seríu A á Ítalíu en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Leicester City í sumar.
Vardy, sem er 38 ára gamall, mun gera eins árs samning við Cremonese og verður sá samningur framlengdur um ár til viðbótar ef liðið heldur sér uppi í Seríu A.
Hann mun fljúga til Mílanó í kvöld til að gangast undir læknisskoðun áður en hann skrifar undir samninginn. Celtic og Feyenoord höfðu einnig áhuga, en Cremonese varð fyrir valinu og er hann nú klár í að hefja nýtt ævintýri sem verður líklega hans síðasta á ferlinum.
Englendingurinn skoraði 200 mörk í 500 leikjum sínum með Leicester og varð meðal annars Englandsmeistari með liðinu árið 2016 í einhverju mesta öskubusku ævintýri í sögu deildarinnar.
Árið 2021 vann hann enska bikarinn með liðinu sem var einnig nokkuð óvænt og þá var hann tvisvar í liði ársins í ensku úrvalsdeildinni.
Vardy spilaði 26 A-landsleiki og skoraði 7 mörk með enska landsliðinu frá 2015 til 2018.
???????????? Jamie Vardy to Cremonese, here we go! Deal in place with Italial club until June 2026 plus option for +1 season if staying in Serie A.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2025
Agreement done right now and Vardy scheduled to travel tonight to Milano in order to start new chapter.#LCFC legend will play in Italy. pic.twitter.com/osAwzDod5H
Athugasemdir