
Dregið var í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í Nyon í Sviss í dag.
Sædís Rún Heiðarsdóttir og stöllur hennar í Vålerenga mæta Ferencvaros frá Ungverjalandi á meðan Twente, lið Amöndu Andradóttur, spilar við GKS Kotwice frá Póllandi í meistaraleið keppninnar.
Í deildarleiðinni spilar Häcken við Atlético Madríd. Fanney Inga Birkisdóttir er á mála hjá Häcken.
Diljá Ýr Zomers, sem gekk í raðir Brann í sumar, mætir Manchester United.
Spilaðir eru tveir leiki, heima og að heiman, 11. og 18. september og fer sigurvegarinn í Meistaradeildina, en tapliðin fara í aðra umferð Evrópubikarsins, sem er ný keppni sem sett var á laggirnar fyrir þetta leiktímabil.
Athugasemdir