Tveir leikir fara fram í 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 13:00 í dag.
Manchester City heimsækir Brighton á Amex-leikvanginn í Brighton á meðan Nottingham Forest tekur á móti West Ham.
James Trafford er áfram í marki Man City en Ederson heldur áfram að sætta sig við bekkjarsetu. Þetta verður líklega í síðasta sinn sem Ederson er í hópnum hjá City, en hann er orðaður við tyrkneska félagið Fenerbahce.
Rodri, sem sleit krossband á síðasta ári, er í byrjunarliði Man City í fyrsta sinn í meira en ár.
Brighton: Verbruggen, Dunk, Van Hecke, Minteh, Hinshelwood, Baleba, Welbeck, Mitoma, Gomez, De Cuyper, Veltman.
Man City: Trafford, Reijnders, Stones, Marmoush, Rodri, Silva, Ait-Nouri, Nunes, Khusanov, Bobb, Haaland.
Graham Potter, stjóri West Ham, situr í heitu sæti, en liðið er á botninum í ensku úrvalsdeildinni og er úr leik í deildabikarnum, en hann gerir nokkrar breytingar á liði sínu í dag.
Mateus Fernandes, sem kom frá Southampton á dögunum, er í liðinu og þá koma þeir Niclas Füllkrug, Mads Hermansen og Max Kilman allir aftur inn. Crysenscio Summerville er á bekknum, en hann er að snúa til baka eftir erfið meiðsli aftan í læri.
Lið Forest er óbreytt frá 1-1 jafnteflinu gegn Crystal Palace um síðustu helgi.
Forest: Sels; Aina, Milenkovic, Murillo, Williams, Sangare, Anderson, Ndoye, Gibbs-White, Hudson-Odoi, Wood.
West Ham: Hermansen, Walker-Peters, Mavropanos, Kilman, Diouf, Fernandes, Ward-Prowse, Sou?ek, Paqueta, Bowen, Fullkrug
Athugasemdir