fös 16. ágúst 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rice: Vonbrigði að ná ekki Evrópusæti
Mynd: Getty Images
Declan Rice, ungstirni West Ham, segir félagið stefna á Evrópusæti á tímabilinu.

Fyrsti deildarleikur tímabilsins var á heimavelli gegn Englandsmeisturum Manchester City, sem léku sér að Hömrunum og skoruðu fimm mörk.

„Við verðum að stefna á Evrópusæti með þennan leikmannahóp. Við erum allir sammála um að það yrðu vonbrigði að komast ekki í Evrópu," sagði Rice við BBC.

„Við enduðum í tíunda sæti á síðustu leiktíð en fengum svo mörg tækifæri til að ná Evrópusætinu."

Þessi ummæli Rice stangast á við ummæli Manuel Pellegrini, stjóra West Ham, sem segir hópinn ekki vera að ræða um Evrópusæti.

West Ham byrjaði á fjórum tapleikjum í röð á síðasta tímabili og endaði í tíunda sæti, fimm stigum eftir Wolves í sjöunda.
Athugasemdir
banner
banner
banner