Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 16. ágúst 2019 22:47
Ívan Guðjón Baldursson
Siewert rekinn frá Huddersfield (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Huddersfield er búið að staðfesta brottrekstur Jan Siewert úr starfi knattspyrnustjóra.

Siewert tók við Huddersfield snemma á árinu eftir að hafa safnað reynslu við stjórnvölinn hjá U19 liði Bochum í tvö ár og varaliði Borussia Dortmund í eitt og hálft.

Liðið vann aðeins einn keppnisleik undir stjórn Siewert og var það 1-0 sigur gegn Wolves í vor. Huddersfield endaði í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er aðeins komið með eitt stig eftir þrjár umferðir í Championship.

Siewert tók við ad David Wagner í janúar sem sagði upp störfum eftir að hafa bjargað félaginu hetjulega frá falli í fyrra. Wagner tók svo við þjálfarastarfinu hjá Schalke í maí.

Siewert verður 37 ára í ágúst og áhugavert að sjá hvert næsta skref hans verður á þjálfaraferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner