Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 16. ágúst 2019 09:37
Magnús Már Einarsson
Solskjær vill halda Sanchez: Mun spila meira en fólk heldur
„Alexis er mikill atvinnumaður. Hann leggur mjög hart að sér. Hann er hluti af hópnum okkar og mjög góður leikmaður," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, á fréttamannafundi í dag aðspurður út í Alexis Sanchez.

Sanchez hefur verið orðaður við brottför frá Manchester United en hann hefur einungis skorað fimm mörk síðan hann kom frá Arsenal í janúar 2018 og ekki spilað heilan leik með United í meira en ár.

Launakostnaður Sanchez getur farið upp í allt að 560 þúsund pund á viku með bónusgreiðslum en Solskjær reiknar ekki með því að hann sé á förum.

„Við höfum ekki mestan fjölda af leikmönnum í framlínunni og hann gæti endað á að spila mun fleiri leiki en þið haldið. Við reiknum með því að hann verði góður hjá okkur," sagði Solskjær en Sanchez er að vinna í að komast í form þessa dagana.

„Hann hefur bara æft í þrjár vikur og hann er ennþá smá á eftir. Við höfum spilað æfingaleiki fyrir luktum dyrum þar sem hann spilar og hann er að gera aðeins aukalega."
Athugasemdir
banner