
Jasmín Erla Ingadóttir reyndist þegar upp var staðið hetja Vals er liðið varð Bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. EIns og eðlilegt er var Jasmín sátt með kvöldið.
„Bara helvíti góð, ég hef aldrei spilað hérna (á Laugardalsvelli) og mér líkaði það bara helvíti vel.“
Jasmín skoraði annað mark Vals í leiknum og kom þeim í 2-0 en lið Breiðabliks minnkaði munin í uppbótartíma.
„Ég gæti ekki verið sáttari. Ég er mjög sátt með liðið og þetta var bara svo gaman.“
Um ástæður þess að Valur stendur uppi sem bikarmeistari sagði Jasmín.
„Bara barátta, vilji og að við unnum hvor fyrir aðra og sýndum mjög mikla liðsheild inn á vellinum. “
Sumarið hefur verið sveiflukennt hjá Jasmín en fréttaritari lýsti leik Vals gegn Keflavík snemma sumars þar sem Jasmín varð fyrir höfuðmeiðslum og var frá í einhverjar vikur. Hvernig hefur verið að koma til baka eftir slíkt?
„Það hefur verið áskorun að koma til baka. Að detta aðeins afturúr og þurfa að vinna til baka formið sem ég var komin í. Ég er alveg viðkvæm og finn alveg fyrir því. En þetta er á uppleið og ég bara fagna því.“
Sagði Jasmín en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir