Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   fös 16. ágúst 2024 23:20
Sverrir Örn Einarsson
Jasmín: Aldrei spilað hér og líkaði það helvíti vel
Jasmín Erla Ingadóttir fagnar marki sínu í kvöld.
Jasmín Erla Ingadóttir fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jasmín Erla Ingadóttir reyndist þegar upp var staðið hetja Vals er liðið varð Bikarmeistari eftir 2-1 sigur á Breiðablik í úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. EIns og eðlilegt er var Jasmín sátt með kvöldið.

„Bara helvíti góð, ég hef aldrei spilað hérna (á Laugardalsvelli) og mér líkaði það bara helvíti vel.“

Jasmín skoraði annað mark Vals í leiknum og kom þeim í 2-0 en lið Breiðabliks minnkaði munin í uppbótartíma.

„Ég gæti ekki verið sáttari. Ég er mjög sátt með liðið og þetta var bara svo gaman.“

Um ástæður þess að Valur stendur uppi sem bikarmeistari sagði Jasmín.

„Bara barátta, vilji og að við unnum hvor fyrir aðra og sýndum mjög mikla liðsheild inn á vellinum. “

Sumarið hefur verið sveiflukennt hjá Jasmín en fréttaritari lýsti leik Vals gegn Keflavík snemma sumars þar sem Jasmín varð fyrir höfuðmeiðslum og var frá í einhverjar vikur. Hvernig hefur verið að koma til baka eftir slíkt?

„Það hefur verið áskorun að koma til baka. Að detta aðeins afturúr og þurfa að vinna til baka formið sem ég var komin í. Ég er alveg viðkvæm og finn alveg fyrir því. En þetta er á uppleið og ég bara fagna því.“

Sagði Jasmín en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner