West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
   lau 16. september 2023 17:17
Brynjar Ingi Erluson
„Besta tilfinning sem ég hef einhvern tímann fundið“
Árni Salvar Heimisson
Árni Salvar Heimisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Salvar Heimisson, leikmaður ÍA, var tilfinningaríkur eftir að hann varð Lengjudeildarmeistari með liðinu á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 Grótta

Árni, sem er tvítugur, spilaði tólf leiki með Skagamönnum í sumar og vann sig inn í liðið á miðju tímabili og hefur verið fastamaður síðan en hann uppskar laun erfiðisins í dag með titli.

„Þetta er fáránlegt. Þetta er stærsti leikur sem ég hef spilað og aldrei upplifað að vinna svona titil áður. Besta tilfinning sem ég hef einhvern tímann fundið.“

„Þetta er erfiðasta brekka sem ég hef farið í. Brotnaði einu sinni á fætinum hægra megin og einu sinni vinstra megin. Fór í gegnum enn eitt erfiða tímabilið, byrjuðum lélega en unnum okkur hægt og rólega unnum okkur inn í þetta. Að fá að klára þetta með þessu frábæra liði er bara fáránlegt og hefði aldrei getað dreymt um þetta,“
sagði Árni við Fótbolta.net.

Það var mikil stemning í klefanum á Akranesi og heyrði það vel í viðtalinu en Skagamenn leyfa sér að fagna vel og innilega í kvöld en liðið mun spila í Bestu deild að ári.

„Þetta er bara stemning. Við elskum allir hvorn annan, elskum Akranes og ógeðslega góð stemning og geggjað að vera partur af þessu.“

„Þetta skiptir öllu máli, fyrir samfélagið og allir munu tala um þetta á morgun, hinn og eftir tvö ár. Þetta er langbest fyrir alla og vinna í þessari treyju er bara geggjað,“
sagði Árni Salvar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner