Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   lau 16. september 2023 17:17
Brynjar Ingi Erluson
„Besta tilfinning sem ég hef einhvern tímann fundið“
Árni Salvar Heimisson
Árni Salvar Heimisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Salvar Heimisson, leikmaður ÍA, var tilfinningaríkur eftir að hann varð Lengjudeildarmeistari með liðinu á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 Grótta

Árni, sem er tvítugur, spilaði tólf leiki með Skagamönnum í sumar og vann sig inn í liðið á miðju tímabili og hefur verið fastamaður síðan en hann uppskar laun erfiðisins í dag með titli.

„Þetta er fáránlegt. Þetta er stærsti leikur sem ég hef spilað og aldrei upplifað að vinna svona titil áður. Besta tilfinning sem ég hef einhvern tímann fundið.“

„Þetta er erfiðasta brekka sem ég hef farið í. Brotnaði einu sinni á fætinum hægra megin og einu sinni vinstra megin. Fór í gegnum enn eitt erfiða tímabilið, byrjuðum lélega en unnum okkur hægt og rólega unnum okkur inn í þetta. Að fá að klára þetta með þessu frábæra liði er bara fáránlegt og hefði aldrei getað dreymt um þetta,“
sagði Árni við Fótbolta.net.

Það var mikil stemning í klefanum á Akranesi og heyrði það vel í viðtalinu en Skagamenn leyfa sér að fagna vel og innilega í kvöld en liðið mun spila í Bestu deild að ári.

„Þetta er bara stemning. Við elskum allir hvorn annan, elskum Akranes og ógeðslega góð stemning og geggjað að vera partur af þessu.“

„Þetta skiptir öllu máli, fyrir samfélagið og allir munu tala um þetta á morgun, hinn og eftir tvö ár. Þetta er langbest fyrir alla og vinna í þessari treyju er bara geggjað,“
sagði Árni Salvar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner