Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
banner
   lau 16. september 2023 17:17
Brynjar Ingi Erluson
„Besta tilfinning sem ég hef einhvern tímann fundið“
Árni Salvar Heimisson
Árni Salvar Heimisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Salvar Heimisson, leikmaður ÍA, var tilfinningaríkur eftir að hann varð Lengjudeildarmeistari með liðinu á Akranesi í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 Grótta

Árni, sem er tvítugur, spilaði tólf leiki með Skagamönnum í sumar og vann sig inn í liðið á miðju tímabili og hefur verið fastamaður síðan en hann uppskar laun erfiðisins í dag með titli.

„Þetta er fáránlegt. Þetta er stærsti leikur sem ég hef spilað og aldrei upplifað að vinna svona titil áður. Besta tilfinning sem ég hef einhvern tímann fundið.“

„Þetta er erfiðasta brekka sem ég hef farið í. Brotnaði einu sinni á fætinum hægra megin og einu sinni vinstra megin. Fór í gegnum enn eitt erfiða tímabilið, byrjuðum lélega en unnum okkur hægt og rólega unnum okkur inn í þetta. Að fá að klára þetta með þessu frábæra liði er bara fáránlegt og hefði aldrei getað dreymt um þetta,“
sagði Árni við Fótbolta.net.

Það var mikil stemning í klefanum á Akranesi og heyrði það vel í viðtalinu en Skagamenn leyfa sér að fagna vel og innilega í kvöld en liðið mun spila í Bestu deild að ári.

„Þetta er bara stemning. Við elskum allir hvorn annan, elskum Akranes og ógeðslega góð stemning og geggjað að vera partur af þessu.“

„Þetta skiptir öllu máli, fyrir samfélagið og allir munu tala um þetta á morgun, hinn og eftir tvö ár. Þetta er langbest fyrir alla og vinna í þessari treyju er bara geggjað,“
sagði Árni Salvar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner