Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Di Lorenzo: Á Ancelotti allt að þakka
Giovanni Di Lorenzo í leiknum í gær
Giovanni Di Lorenzo í leiknum í gær
Mynd: Getty Images
Giovanni Di Lorenzo, leikmaður Napoli á Ítalíu, þakkaði Carlo Ancelotti fyrir að hafa hjálpað honum að ná í fyrsta landsleikinn.

Di Lorenzo er 26 ára gamall og kom til Napoli frá Empoli í sumar en frammistaða hans með Napoli hefur verið framúrskarandi.

Hann var kallaður inn í ítalska landsliðshópinn og spilaði fyrsta leik sinn í 5-0 sigrinum á Liechtenstein í gær. Þá lagði hann upp annað mark Andrea Belotti í leiknum.

„Ég komst að því í morgun að ég myndi byrja leikinn og ég er svo ánægður. Ég á Ancelotti allt að þakka. Hann gaf mér traustið hjá Napoli og núna mun ég halda áfram að gera mitt besta," sagði Di Lorenzo.
Athugasemdir
banner
banner
banner