Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Enginn einræðisherra í KR"
Kristinn Kjærnested hefur verið í stjórn KR í 20 ár.
Kristinn Kjærnested hefur verið í stjórn KR í 20 ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Formannsskipti verða hjá KR á næsta ári en Kristinn Kjærnested hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér áfram.

Kristinn kom í áhugavert viðtal í útvarpsþætti Fótbolta.net síðasta laugardag.

Hann var meðal annars spurður út í þann hluta af starfinu að þurfa að láta þjálfara taka pokann sinn.

„Í gegnum tíðina hefur það verið mjög misjafnt hvernig þetta hefur borið að. Það eru allir með skoðanir og stundum kemur múgæsingur þar sem sagt er að nú verðum við að fara að gera eitthvað. Það koma mörg símtöl en maður verður að fylgja sinni sannfæringu," segir Kristinn.

„Við ræðum þetta mjög vel í stjórninni. Það hefur ekki verið neinn einræðisherra í KR, allavega ekki í minni tíð. Ef niðurstaðan er sú að það þurfi að skipta um þjálfara þarf að hitta viðkomandi og segja honum að svona sé í pottinn búið."

„Við höfum stundum sagt að þetta er ekki persónulegt og að við höfum ekki rekið neina þjálfara, þeir bara reka sig sjálfir því árangurinn er ekki eins og fólki finnst hann eigi að vera. Öll samskipti í gegnum tíðina hefur verið á mjög góðum nótum. Maður heilsar þessum mönnum í dag en þetta er alltaf leiðinlegt," segir Kristinn.

Viðtalið má finna á öllum hlaðvarpsveitum og einnig í spilaranum hér að neðan.
Kristinn Kjærnested sleppir stjórnartaumunum hjá KR
Athugasemdir
banner
banner