Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 23:47
Brynjar Ingi Erluson
Verratti í áhugaverðu viðtali: Ég fæddist til að spila fótbolta
Marco Verratti
Marco Verratti
Mynd: Getty Images
Verratti er áhugaverður einstaklingur
Verratti er áhugaverður einstaklingur
Mynd: Getty Images
Marco Verratti, leikmaður Paris Saint-Germain og ítalska landsliðsins, ræðir hlutverk sitt á vellinum í viðtali við RMC Sport í Frakklandi en hann er með afar hugmyndaríka sýn á fótboltann.

Ítalski landsliðsmaðurinn minnir oft á aðeins fljótari útgáfu af Andrea Pirlo. Hann elskar að finna þröngu svæðin á vellinum, er með frábært auga fyrir spili en þolir ekki þegar menn þruma boltanum eitthvað og vona það besta.

„Ég myndi frekar vilja fá á mig mark heldur en að sparka boltanum bara eitthvað án þess að hafa hugmynd um hvern ég er að senda á. Ég þoli ekki þegar það er gert og ég er ekki fær um að gera það og vil það bara alls ekki," sagði Verratti.

„Það er eriftt að útskýra þetta en sumir voru bara fæddir til að spila fótbolta og lappirnar virðast hafa sinn eigin vilja í því. Það hjlómar kannski klikkað að ég segi þetta en ég átta mig stundum ekki á því að ég er að spila fótbolta."

„Ég hef minn eigin leikstíl og reyni að fylgja honum en ég er ekki að breyta mklu. Ég hef verið mjög heppinn með þjálfara sem horfa á fótbolta sömu augum og maður sjálfur. Þjálfarar sem vilja halda bolta og leyfa mér að fara eftir minni eðlishvöt og er ég mjög ánægður með hlutverkið mitt,"
sagði Verratti.

Hann hefur þróast afar mikið sem knattspyrnumaður síðustu ár en hann kom til PSG frá ítalska B-deildarliðinu Pescara árið 2012 en hann spilaði þá með mönnum á borð við Ciro Immobile og Lorenzo Insigne.

„Ég trúi því að ef þú nærð að skapa örlítið pláss þá getur þú náð góðri sendingu. Besta leiðin til að gera þetta er að horfa stöðugt í kringum þig og sjá hvar liðsfélagarnir eru og þegar boltinn kemur þá veit ég hvað ég á að gera. Það hjálpar mér að hugsa hraðar og fylgja eðlishvötinni."

„Ég er ekki frekar stuttur og það hjálpar og er því snar í snúningi og get skýlt boltanum. Ég er alltaf að reyna finna út hvar ég get sendt boltann á milli varnarinnar.


Verratti skorar ekki mikið af mörkum og hefur oft verið gagnrýndur fyrir það.

„Ég er ekki Roberto Carlos en ég er með ágætan skotfót. Mér finnst það bara stundum ekki vera rétta ákvörðunin að skjóta og kýs frekar að senda boltann á liðsfélaga sem er í betri stöðu, því þá er sá leikmaður í betra tækifæri til að skora, frekar en ég af 30 metrunum."

„Það er ekki aðalhlutverk mitt að skora en fólk segir mér að skora fleiri mörk og ég væri alveg til í það,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner