Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 16. október 2020 16:52
Elvar Geir Magnússon
Harvey Elliott lánaður til Blackburn (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Harve Elliott, vængmaður Liverpool, hefur verið lánaður til Blackburn Robers út þetta tímabil.

Þessi sautján ára strákur var orðaður við Real Madrid og PSG áður en hann gekk í raðir Liverpool frá Fulham 2019.

Hann hefur spilað tvo úrvalsdeildarleiki fyrir ríkjandi Englandsmeistara.

Hans fyrsti mótsleikur fyrir félagið kom gegn MK Dons í Carabao deildabikarnum en hann varð þá yngsti leikmaðurinn til að byrja leik fyrir Liverpool, 16 ára og 174 daga gamall.

Blackburn hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli eftir fjórar umferðir í ensku Championship-deildinni.

Þess má geta að félagið hefur einnig fengið markvörð. Sá heitir Aysnley Pears og kemur frá Middlesbrough. Hann lék 19 leiki í Championship-deildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner