Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 16. október 2022 19:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úlfarsárdal
Nonni um Alex Frey: Blikarnir hafa verið á eftir honum
Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
Jón Sveinsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur eftir 1-3 tap gegn ÍBV í Bestu deildinni í dag.

Eyjamenn gengu frá leiknum í fyrri hálfleik en þeir voru þremur mörkum yfir þegar flautað var til leikhlés.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 ÍBV

„Við erum svekktir, sérstaklega með fyrri hálfleikinn. Við gerum of mikið af mistökum. Við áttum seinni hálfleikinn frá A til Ö og vorum kannski klaufar að skora ekki fleiri mörk," sagði Nonni.

„Við vorum aðeins að brasa inn á miðsvæðinu en við breyttum aðeins í seinni hálfleik og það virkaði ágætlega. Við stjórnuðum seinni hálfleik algjörlega en náðum ekki að skora nægilega mörg mörk til að fá eitthvað úr leiknum."

Alex Freyr Elísson var ekki með í dag. „Alex er bara meiddur. Hann er með liðbandameiðsli í ökkla. Við erum með nokkra menn frá í dag og þá er tækifæri fyrir aðra að stíga inn og stíga upp. Margir stóðu sig vel."

Það eru sögur um það að Alex gæti verið að fara í Breiðablik. „Nei, ekkert að frétta held ég. Eins og hefur komið fram þá hafa Blikarnir verið á eftir honum, en hann á enn eitt ár eftir af samningi við okkur. Á meðan að það er ekkert frágengið þá er hann okkar leikmaður. Maður hefði viljað nota hann í þessum fimm leikjum sem eru núna en því miður meiddist hann."

Fram hefur að engu að keppa í þessum síðustu leikjum en liðið er búið að tryggja sæti sitt í deildinni á næsta ári. Í viðtalinu hér að ofan ræðir Nonni meira um fyrirkomulagið á deildinni og hvernig mun ganga að gíra menn upp í síðustu tvo leikina.
Athugasemdir
banner