Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   mán 16. október 2023 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Elías Rafn: Maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu
Elías Rafn sá til þess að Liechtenstein myndi ekki skora í leiknum
Elías Rafn sá til þess að Liechtenstein myndi ekki skora í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna í 4-0 sigri íslenska landsliðsins á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, en þetta var hans fyrsti leikur í byrjunarliði í tvö ár.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Liechtenstein

Blikinn þurfti að halda einbeitingu allan leikinn þó það hafi nú að mestu verið rólegt kvöld hjá honum.

Hann fékk samt tækifæri til að sýna sig undir lok hálfleiksins er Liechtenstein fékk víti. Hann varði vítið frá Sandro Wieser áður en gestirnir skoruðu úr frákastinu, en dómarinn lét endurtaka spyrnuna þar sem leikmenn beggja liða voru komnir inn í teiginn áður en spyrnan var tekin.

Wieser fór því aftur á punktinn og þrumaði boltanum framhjá markinu. Elías var ánægður að fá tækifærið aftur.

„Ég fékk að vita það í gær á æfingu. Geggjað að fá að vita að maður sé að fara spila heimaleik fyrir framan fjölskylduna og mitt fólk, alveg æðislegt,“ sagði Elías við fjölmiðla í kvöld.

Rúnar Alex Rúnarsson er aðalmarkvörður liðsins og hefur verið það síðan í mars á síðasta ári, en Elías mun styðja við þann markvörð sem spilar.

„Það er hægt að segja það en maður veit aldrei hvað gerist í framhaldinu. Það gæti verið að Alex spili og þá styður maður þann sem spilar,“ sagði Elías sem missti stöðuna er hann meiddist.

„Já, en þetta fer eftir því hvar þú ert að spila og hvernig þú ert að spila á þessum tíma. Ég meiddist og Alex að standa sig vel og þá er erfitt að skipta.“

Eins og áður kom fram var þetta rólegt kvöld hjá Elíasi fyrir utan auðvitað vítin.

„Maður þurfti að halda fókus. Það var ekkert rosalega mikið að gera, en maður komst vel frá þessu og bara fínt.“

„Ég veit ekki hvort ég fái það skráð af því það var endurtekið. Ég tók ekki eftir því, en maður reynir að mjólka þetta og um leið og einhver byrjar að segja þetta þá fer maður á vagninn,“
sagði Elías sem fannst nú frekar þreytt að það þurfti að endurtaka vítið.

„Það er svolítið þreytt en ég þekki ekkert reglurnar með þetta. Hann sagði af því leikmenn beggja liða fóru á undan og því var þetta tekið aftur,“ sagði Elías enn fremur en hann talar um ævintýri sitt í Portúgal og framtíðina hjá Midtjylland í viðtalinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner