Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 11:00
Kári Snorrason
Tuchel varar Rashford við: Gæti orðið fyrir vonbrigðum með hvað hefði getað orðið
Rashford er á láni hjá Barcelona frá Man Utd.
Rashford er á láni hjá Barcelona frá Man Utd.
Mynd: EPA

Thomas Tuchel, þjálfari enska landsliðsins, hefur tröllatrú á sóknarmanninum Marcus Rashford og segir Tuchel hann geta orðið einn besta framherja heims. 

Þýski þjálfarinn telur þó að Rashford geti gert enn meira en hann hefur sýnt undanfarið og segir að hann vilji ekki horfa með eftirsjá á ferilinn eftir tíu ár.


„Hann getur orðið einn af þeim bestu í heimi því slúttin og gæðin sem ég sé á æfingum, afgreiðslurnar með báðum fótum, sprengikraftinn, og svo er hann sterkur í loftinu. Þannig að honum eru engin takmörk sett,“ sagði Tuchel í samtali við Sky Sport.

Tuchel segir þá að hæfileikarnir endurspegla ekki tölfræði Rashford og segir að hann þurfi að leggja sig enn meira fram við að koma að mörkum.

„Hann er enn nógu ungur til að taka þessar ákvarðanir, því annars gæti hann orðið fyrir vonbrigðum eftir 10 ár með það sem hann hefði getað orðið og það sem hann hefði getað gert.“

Rashford kom inn á í hálfleik í 3-0 sigri Englands á grönnum sínum í Wales í vináttuleik á fimmtudaginn. En enska liðið mætir Lettlandi í undankeppni HM í kvöld. 


Athugasemdir
banner
banner