Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 12:30
Kári Snorrason
Meiðslalisti Barcelona lengist - Lewandowski meiddur aftan í læri
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: EPA

Lewandowski verður ekki með Barcelona komandi vikur en leikmaðurinn er að glíma við meiðsli í aftanverðu læri. Í tilkynningu félagsins segir að hann verði frá um óákveðinn tíma. 


Markahrókurinn hefur byrjað tímabilið ágætlega, með fjögur mörk í fyrstu sjö leikjunum í spænsku deildinni. Barcelona er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Real Madrid. 

Fjarvera Lewandowski er mikið högg fyrir liðið og bætist enn við á langan meiðslalista Barcelona. Liðið hefur verið án Raphinha, Gavi, Fermin Lopez og Ferran Torres í síðustu leikjum. 

Þá meiddist Lamine Yamal aftur og var hann ekki í landsliðshóp Spánar en segist stefna á að snúa aftur fyrir leik Barcelona gegn Real Madrid eftir tæpar tvær vikur. 


Athugasemdir