Gylfi Þór Orrason var eftirlitsmaður UEFA á viðureign Wales og Belgíu í undankeppni HM 2026 sem fram fór í Cardiff í gær.
Leikurinn verður Gylfa væntanlega eftirminnilegur því hann var stöðvaður um tíma eftir að rotta hljóp inn á völlinn og truflaði.
Thibaut Courtois markvörður Belga gerði árangurslausa tilraun til að handsama rottuna og Brennan Johnson leikmaður Wales elti dýrið áður en það hvarf undir VAR skjáinn og sást ekki aftur.
„Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður á mínum 36 ára ferli hjá Cardiff City. Við höfum fengið lausan hund út á völlinn en þetta var eitthvað nýtt,“ sagði Wayne Nash, rekstarstjóri Cardiff og öryggisstjóri velska sambandsins.
„Leikvangurinn er nálægt garðyrkjugörðum og járnbrautarteinum og við vitum að rottur geta verið vandamál. Við vitum að þær eru á svæðinu og við sjáum þær stundum. En við vinnum náið með meindýraeyðum og gerum allt sem við getum til að halda þeim frá.“
Sex mörk voru skoruð í gær, 2-4 enduðu leikar Belgum í vil.
Leikurinn verður Gylfa væntanlega eftirminnilegur því hann var stöðvaður um tíma eftir að rotta hljóp inn á völlinn og truflaði.
Thibaut Courtois markvörður Belga gerði árangurslausa tilraun til að handsama rottuna og Brennan Johnson leikmaður Wales elti dýrið áður en það hvarf undir VAR skjáinn og sást ekki aftur.
„Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður á mínum 36 ára ferli hjá Cardiff City. Við höfum fengið lausan hund út á völlinn en þetta var eitthvað nýtt,“ sagði Wayne Nash, rekstarstjóri Cardiff og öryggisstjóri velska sambandsins.
„Leikvangurinn er nálægt garðyrkjugörðum og járnbrautarteinum og við vitum að rottur geta verið vandamál. Við vitum að þær eru á svæðinu og við sjáum þær stundum. En við vinnum náið með meindýraeyðum og gerum allt sem við getum til að halda þeim frá.“
Sex mörk voru skoruð í gær, 2-4 enduðu leikar Belgum í vil.
A rat ran on the pitch during Wales vs. Belgium ???????? pic.twitter.com/zgRNDdWPm2
— B/R Football (@brfootball) October 13, 2025
Rat vs Courtouis, Rat wins ???????? #wales #belgium #football #ratgate pic.twitter.com/coVfl2OpXP
— Beth Fisher (@BethFisherSport) October 13, 2025
Athugasemdir