Enska landsliðið getur tryggt sér sæti á lokamóti HM með því að sigra Lettland í kvöld og er Thomas Tuchel landsliðsþjálfari búinn að velja byrjunarliðið.
Hann gerir tvær breytingar frá 3-0 sigri gegn Wales í æfingaleik fyrir helgi, þar sem Myles Lewis-Skelly kemur inn í varnarlínuna fyrir Marc Guéhi og Harry Kane tekur framherjastöðuna sína aftur frá Ollie Watkins.
Cristiano Ronaldo er þá á sínum stað í fremstu víglínu hjá Portúgal sem tekur á móti Ungverjalandi eftir nauman sigur gegn Írlandi um helgina. Roberto Martínez þjálfari gerir tvær breytingar á milli leikja, þar sem Nélson Semedo og Renato Veiga koma inn í byrjunarliðið fyrir Diogo Dalot og Goncalo Inacio.
Milos Kerkez og Dominik Szoboszlai leikmenn Liverpool eru á sínum stað í byrjunarliði Ungverjalands.
Samu Aghehowa, áður þekktur sem Samu Omorodion, leiðir sóknarlínu Spánverja og er Mikel Oyarzabal á kantinum. Luis de la Fuente gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu sem vann gegn Georgíu í síðustu umferð.
Spánverjar taka á móti Búlgörum í kvöld og koma Aymeric Laporte og Alejandro Grimaldo inn í varnarlínuna í staðinn fyrir Pau Cubarsí og Marc Cucurella á meðan Samu Agehowa fær tækifæri í sóknarlínunni á kostnað Ferran Torres.
Ítalir eiga þá mikilvægan heimaleik gegn Ísrael og mæta til leiks með sterkt byrjunarlið alveg eins og Tyrkir sem þurfa á sigri að halda gegn sterku liði Georgíu í baráttunni um annað sæti E-riðils.
Að lokum gerir Heimir Hallgrímsson tvær breytingar á byrjunarliði Íra sem tapaði í Portúgal um helgina. Will Smallbone kemur inn á miðjuna og Finn Azaz í sóknarlínuna.
England: Pickford, Spence, Stones, Konsa, Lewis-Skelly, Anderson, Rice, Rogers, Saka, Gordon, Kane
Varamenn: Trafford, D.Henderson, Bowen, Burn, Eze, Gibbs-White, Guehi, J.Henderson, Loftus-Cheek, O'Reilly, Rashford
Portúgal: D.Costa, Semedo, Dias, Veiga, Mendes, Fernandes, Neves, Vitinha, B.Silva, Neto, Ronaldo
Varamenn: Conceicao, Dalot, Goncalves, Felix, Nunes, Palhinha, Ramos, Sa, A.Silva, R.Silva, Tavares, Trincao
Ungverjaland: B.Toth, Nego, Orban, Szalai, Kerkez, Schafer, Styles, Szoboszlai, Bolla, Sallai, Varga
Varamenn: Csongvai, Dardai, Demjen, Gruber, Lukacs, Mocsi, Molnar, Osvath, Otvos, Szappanos, A.Toth, Vitalis
Spánn: Simon, Porro, Le Normand, Laporte, Grimaldo, Merino, Zubimendi, Pedri, Oyarzabal, Baena, Samu
Varamenn: Barrios, Cubarsi, Cucurella, De Frutos, Garcia, Iglesias, Llorente, Pino, Raya, Remiro, Rodriguez, Vivian
Ítalía: Donnarumma, Di Lorenzo, Mancini, Calafiori, Dimarco, Tonali, Locatelli, Barella, Cambiaso, Raspadori, Retegui
Varamenn: Cambiaghi, Coppola, Cristante, Esposito, Frattesi, Gabbia, Meret, Orsolini, Piccoli, Spinazzola, Udogie, Vicario
Tyrkland: Cakir, Muldur, Demiral, Bardakci, Elmali, Yuksek, Calhanoglu, Guler, Akgun, Yildiz, Akturkoglu
Varamenn: Akaydin, Aydin, Bayindir, Celik, Gunok, Kadioglu, Karazor, Kokcu, Ozcan, Soyuncu, Uzun, Yilmaz
Írland: Kelleher, Coleman, O'Brien, Collins, O'Shea, Manning, Smallbone, Molumby, Ebosele, Azaz, Ferguson
Varamenn: Bazunu, Coventry, Dunne, Egan, Ferry, Idah, Johnston, McAteer, Ogbene, Parrott, Taylor, Travers
Serbía: Petrovic, Veljkovic, Erakovic, Pavlovic, Kostic, Gudelj, S.Mitrovic, Stankovic, Samardzic, Vlahovic, A.Mitrovic
Varamenn: Cvetkovic, Dragojevic, Draskic, Ilic, Kostov, Lijeskic, Maksimovic, Milosavljevic, Randjelovic, Simic, Ugresic, Zukic
Athugasemdir