Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM í dag - Lærisveinar Heimis með bakið upp við vegg
Mynd: EPA
Átta leikir eru á dagskrá í kvöld í undankeppni HM. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, er undir mikilli pressu en liðið hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu þremur leikjunum.

Það er ljóst að liðið verður að vinna Armeníu í kvöld til að eiga möguleika á að komast áfram. Írland tapaði fyrri leiknum en írskir fjölmiðlar töluðu um eitt versta tap landsliðsins í sögunni.

Portúgal getur komist langt með að tryggja farseðilinn á HM með sigri gegn Unverjalandi. England tryggir sér sæti á HM með sigri gegn Lettlandi. Serbía þarf að sigri að halda gegn Andorra til að halda sér í baráttunni um 2. sæti í riðlinum.

Spánn mætir Búlgaríu í E-riðli og Tyrkland og Georgía mætast. Það er allt galopið í riðlinum. Spánn er með 9 stig, Tyrkland sex stig, Georgía 3 stig og Búlagría án stiga.

Ítalía getur komið sér í góða stöðu í I-riðli með sigri gegn Ísrael.

þriðjudagur 14. október

Undankeppni HM
16:00 Eistland - Moldova
18:45 Tyrkland - Georgía
18:45 Írland - Armenia
18:45 Andorra - Serbía
18:45 Lettland - England
18:45 Spánn - Bulgaria
18:45 Portúgal - Ungverjaland
18:45 Ítalía - Ísrael
Athugasemdir
banner
banner