Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 06:00
Mate Dalmay
Hverjum var hafnað? - Fótbolta spurningabók
Mynd: Guðjón

Út var að koma bókin Fótboltaspurningar 2025, eftir Guðjón Inga Eiríksson, sem hefur sent frá sér margar bækur af sama meiði á undanförnum árum og hafa þær notið mikilla vinsælda. Hér eru nokkrar spurningar úr nýju bókinni, sem lesendur fotbolta.net geta spreytt sig á, en auðvitað látum við svörin ekki fylgja með – þau eru í bókinni sem allir knattspyrnuáhugamenn verða að sjálfsögðu að eignast:

Hvaða markmann keypti Brentford frá sænska liðinu Elfsborg í janúar 2024?

Í merki hvaða íslenska liðs er að finna bókstafinn N og engan annan staf?

Hvaða íslenski knattspyrnumaður á þennan knattspyrnuferil: Breiðablik – BATE Borisov – Go Ahead Eagles – Birmingham?


Hvaða félag á Englandi vann sig upp í Úervalsdeildina 2025 eftir að hafa fallið þaðan 2017?

Hver var númer 7 í íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótinu 2025?

Hvaða þjóð, sem sóttist eftir því að verða hluti af Knattspyrnusambandi Norður- og Mið-Ameríku, var hafnað um það árið 2025, án þess að nokkur rökstuðningur fylgdi þeirri neitun?

Þetta er bara brotabrot af þeim spurningum sem finna má í bókinni, Fótboltaspurningar 2025, en hverjum var annars hafnað, eins og spurt er um í síðustu spurningunni? Jú, látum svarið fylgja hér með: Grænlendingum.


Athugasemdir
banner
banner