PSG ætlar sér að styrkja miðsvæðið en ítalski miðillinn Corriere dello Sport greinir frá því að franska félagið sé tilbúið að borga Roma 60 milljónir punda fyrir Manu Kone.
Ljóst er að hann muni fara í mikla samkeppni en Vitinha, Joao Neves, og Fabián Ruiz hafa myndað ógnarsterka miðju hjá PSG. Þá eru leikmenn á borð við Warren Zaire-Emery, Lee Kang-in og Senny Mayulu á mála hjá stórliðinu.
Ljóst er að hann muni fara í mikla samkeppni en Vitinha, Joao Neves, og Fabián Ruiz hafa myndað ógnarsterka miðju hjá PSG. Þá eru leikmenn á borð við Warren Zaire-Emery, Lee Kang-in og Senny Mayulu á mála hjá stórliðinu.
Þessi 24 ára gamli franski miðjumaður er búinn að festa sig í sessi í franska landsliðinu en hann var með betri mönnum liðsins í jafntefli gegn Íslandi í undankeppni HM í gær.
Corriere dello Sport greinir frá því að PSG sé búið að fylgjast með honum lengi og sé nálægt því að ná samkomulagi við hann. Kone gekk til liðs við Roma síðasta sumar frá þýska liðinu Gladbach fyrir 18 milljónir evra. Hann var á láni hjá ítalska liðinu á síðustu leiktíð.
Athugasemdir