Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
   þri 14. október 2025 12:00
Kári Snorrason
Benóný stoltur bróðir - Fer á reynslu til Stockport og síðan heim í hörkuna í Bestu
Björgvin Brimi gekk nýverið til liðs við Íslandsmeistarana.
Björgvin Brimi gekk nýverið til liðs við Íslandsmeistarana.
Mynd: Víkingur
Benóný Breki er stoltur bróðir.
Benóný Breki er stoltur bróðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kantmaðurinn ungi Björgvin Brimi Andrésson gekk nýverið til liðs við Íslandsmeistara Víkings frá Gróttu. Björgvin er einungis sautján ára gamall en er mikið efni en hann skoraði átta mörk í tuttugu leikjum í 2. deildinni í sumar. 

Eldri bróðir Björgvins er Benoný Breki, leikmaður Stockport á Englandi. Benóný var stoltur af yngri bróður sínum þegar Fótbolti.net ræddi við hann í gær um Björgvin.


„Ég er virkilega stoltur af honum. Það er geggjað að svona klúbbur hefur áhuga á honum. Allir í fjölskyldunni eru mjög stoltir af honum og við vitum hvað hann getur og hann mun sýna það.“ 

„Ég hef virkilega mikla trú á honum, við vitum öll í fjölskyldunni hvað hann er ógeðslega góður í fótbolta. Þegar hann er með sjálfstraust er hann eiginlega óstöðvandi, fáránlegt að horfa á hann.“ 

Björgvin fer út á reynslu til Stockport eftir landsleikjagluggann.

„Hann kemur núna út eftir landsleikjagluggann og verður í tvær vikur. Kemur og skoðar þetta síðan fer hann heim í hörkuna í Bestu.“ 


Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
Athugasemdir