UEFA hefur sett saman starfshóp til að skoða mögulega breytingu á fyrirkomulaginu í undankeppnum landsliða. Áhyggjur eru af því að núverandi fyrirkomulag sé ekki nægilega mikið adráttarafl fyrir stuðningsmenn og útsendingaraðila.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sagði á dögunum að ekki væri í umræðu að breyta lokakeppni EM en undankeppnin gæti breyst. Leikjum yrði ekki fjölgað en fyrirkomulagið gæti orðið áhugaverðara.
Möguleiki er á að svissneska módelið verði tekið upp eins og hefur verið gert í Meistaradeildinni og öðrum Evrópukeppnum félagsliða. Þá raðast liðin öll á eina töflu og mæta ekki sama andstæðingi tvisvar.
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, sagði á dögunum að ekki væri í umræðu að breyta lokakeppni EM en undankeppnin gæti breyst. Leikjum yrði ekki fjölgað en fyrirkomulagið gæti orðið áhugaverðara.
Möguleiki er á að svissneska módelið verði tekið upp eins og hefur verið gert í Meistaradeildinni og öðrum Evrópukeppnum félagsliða. Þá raðast liðin öll á eina töflu og mæta ekki sama andstæðingi tvisvar.
Nú er í gangi annar landsleikjaglugginn af þremur á þremur mánuðum. Á næsta ári verða gluggarnir á þessum tíma hinsvegar tveir þar sem september og októbergluggarnir verða sameinaðir í einn þriggja vikna glugga. Þá geta landsliðin leikið fjóra leiki í stað tveggja.
Athugasemdir