Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville segir frá hvers vegna Glazers sleppa við gagnrýni frá honum
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Glazer fjölskyldan hefur fengið talsverða gagnrýni síðasta rúma áratuginn en meðlimir fjölskyldunnar keyptu meirihluta í Manchester United fyrir 14 árum.

Gary Neville, sérfræðingur um enska boltann og fyrrum leikmaður United, er ekki einn af þeim sem hefur gangrýnt eigendurna.

„Ég þekki fjölskylduna, ég hef ábyggilega hitt hana fimm sinnum síðan hún keypti félagið."

„Treystið mér, fjölskyldan mun selja félagið þegar rétti tíminn kemur hjá þeim. Þetta er þaulvant viðskiptafólk sem hefur fengið mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum félagsins."

„Ég get ekkert gert í þeirra eignarhaldi hvort sem ég fékk pening frá þeim sem leikmaður eða ekki, þau áttu félagið á meðan ég var þar sem leikmaður."

„Ég ætla ekki að fara mótmæla því þau eru vön ósættinu og ég mun ekki breyta þeirra viðhorfi og fá þau til að selja félagið,"
sagði Neville að lokum við The Times.
Athugasemdir
banner
banner