Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Slök dómgæsla í leik Fulham og Chelsea
Mynd: Getty Images
Chelsea lagði tíu leikmenn Fulham að velli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Jafnt var í liðum fyrri hálfleikinn en Antonee Robinson fékk réttilega beint rautt spjald skömmu fyrir leikhlé eftir að hann fór í hættulega tæklingu.

Tíu leikmenn Fulham spiluðu vel í seinni hálfleik en þeim tókst ekki að koma í veg fyrir sigurmark Mason Mount á 78. mínútu.

Peter Bankes dæmdi leikinn og virtust leikmenn Fulham langt frá því að vera sáttir með dómgæsluna.

Eitt atvik úr leiknum hefur vakið sérstaklega mikla athygli þar sem Bankes virðist gera tvö mistök með örstuttu millibili er leikmenn Chelsea reyndu að koma sér snöggt upp völlinn.

Bankes horfði fyrst á Olivier Giroud hrinda Harrison Reed þegar hlaupaleiðir þeirra lágu saman á miðjum vellinum og örstuttu síðar sá hann Bobby Decordova-Reid fara í tæklingu. Þá ákvað hann að flauta aukaspyrnu og gefa Decordova-Reid gult spjald.

Bæði atvikin áttu sér stað beint fyrir framan Bankes og þegar tæklingin er skoðuð aftur þá virðist ætlunarverk Decordova-Reid hafa heppnast fullkomlega - Hann hæfði boltann án þess að fara í manninn.

Atvikin má sjá með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner