Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 17. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bráðefnilegur Mbamba keyptur til Leverkusen (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Bayer Leverkusen er búið að festa kaup á Noah Mbamba, einum efnilegasta varnarmanni Belgíu.


Mbamba skrifar undir fimm og hálfs árs samning við þýska félagið eftir að hafa komið upp í gegnum unglingastarfið hjá Club Brugge í heimalandinu.

Mbamba er aðeins 18 ára gamall og er lykilmaður í U19 landsliði Belgíu. Hann á 17 leiki að baki í efstu deild í Belgíu þrátt fyrir ungan aldur.

Mbamba var á leið til Leverkusen á frjálsri sölu næsta sumar en fékk leyfi frá stjórnendum Club Brugge til að skipta um félag sex mánuðum fyrr. Leverkusen er talið hafa borgað 100 þúsund evrur til að flýta fyrir félagsskiptunum.

Það voru ýmis félög sem höfðu áhuga á Mbamba en honum leist best á verkefnið hjá Leverkusen.


Athugasemdir
banner
banner
banner