Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 17. febrúar 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Lykilmenn framlengja við KR
Ingunn Haraldsdóttir
Ingunn Haraldsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ingunn Haraldsdóttir, Laufey Björnsdóttir og Inga Laufey Ágústsdóttir hafa framlengt samninga sína við KR. KR féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og spilar í Lengjudeildinni í ár.

Ingunn sem hefur verið fyrirliði liðsins síðustu ár, kom til félagsins árið 2016. Hún á að baki 111 leiki í meistaraflokki, þar af 65 með KR og skorað í þeim 4 mörk. Þá á Ingunn einnig að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum.

Laufey Björnsdóttir sem á að baki 283 leiki og 31 mark í meistaraflokki hefur verið á mála hjá Breiðabliki, Fylki, HK/Víking, Val og Þór/KA. Hún kom til KR frá HK/Víkingi fyrir tímabilið 2019 og hefur leikið 36 leiki með liðinu hingað til. Að auki á hún að baki 32 leiki með yngri landsliðum.

Inga Laufey Ágústsdóttir sem kom til KR frá Aftureldingu fyrir síðustu leiktíð, á að baki 68 leiki í meistaraflokki, þar af 11 fyrir KR. Hún hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands.

„Bæði Laufey og Ingunn eru gríðarlega mikilvægir leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu sem mun á efa nýtast á komandi leiktíð. Inga Laufey er ungur og efnilegur leikmaður sem kom sterk inn í liðið á síðustu leiktíð og verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni," segir á heimasíðu KR.

„KR fagnar því að þessir leikmenn hafi tekið þá ákvörðun að leika áfram með félaginu á komandi tímabili þar sem um að ræða bæði sterka leikmenn og frábæra einstaklinga sem styrkja hópinn bæði innan sem og utan vallar. Leiðin liggur upp – Áfram KR!"
Athugasemdir
banner
banner
banner