Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 17. mars 2023 13:24
Elvar Geir Magnússon
Drátturinn í Sambandsdeildina: West Ham mætir Gent
West Ham mætir Gent frá Belgíu.
West Ham mætir Gent frá Belgíu.
Mynd: Getty Images
West Ham vann síðast Evrópubikar 1965 en liðið var í pottinum þegar dregið var í 8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar nú rétt í þessu.

West Ham mun spila við Gent frá Belgíu í næstu umferð keppninnar. West Ham mætir svo annað hvort Anderlecht eða AZ Alkmaar í undanúrslitum ef liðið kemst þangað.

Lech Poznan, sem sló Víking út í forkeppninni, spilar við Fiorentina.

Leikirnir í 8-liða úrslitum
West Ham - Gent
AZ Alkmaar - Anderlecht
Lech Poznan - Fiorentina
Basel - Nice

8-liða úrslit Sambandsdeildarinnar verða leikin 13. og 20. apríl, heima og að heiman. Undanúrslitin 11. og 18. maí og úrslitaleikurinn í Prag, Tékklandi, þann 7. júní.

Sjá einnig:
Drátturinn í Meistaradeildina: Ensku liðin fá erfiða andstæðinga
Drátturinn í Evrópudeildina: Man Utd fer aftur til Spánar
Athugasemdir
banner
banner