Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 17. apríl 2024 23:12
Brynjar Ingi Erluson
María skoraði þrennu á sautján mínútum er Sittard fór í úrslit bikarsins
María Catharina skoraði bikarþrennu
María Catharina skoraði bikarþrennu
Mynd: Fortuna Sittard
María Catharina Ólafsdóttir Gros átti stórleik er Fortuna Sittard vann 5-0 sigur á Excelsior í undanúrslitum hollenska bikarsins í kvöld en úrslitin þýða það að Sittard spilar til úrslita gegn Ajax í næsta mánuði.

Hildur Antonsdóttir og María voru í byrjunarliði Sittard á meðan Lára Kristín Pedersen byrjaði á bekknum.

Sittard fór með eins marks forystu inn í hálfleikinn og tvöfaldaði síðan forystuna eftir klukkutímaleik.

Fimmtán mínútum fyrir leikslok setti María í næsta gír. Hún skoraði á 76. mínútu og gerði síðan annað mark sitt tíu mínútum síðar.

Lára Kristín kom inn af bekknum rétt áður en María fullkomnaði þrennu sína. Mögnuð bikarþrenna hjá Maríu og Íslendingaliðið komið í úrslit gegn sterku liði Ajax.

Úrslitaleikurinn fer fram 20. maí
Athugasemdir
banner
banner