Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 17. maí 2020 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini: Lærðum snemma að fara ekki til Sarri eftir sturtu
Chiellini hefur spilað rúmlega 500 leiki fyrir Juve.
Chiellini hefur spilað rúmlega 500 leiki fyrir Juve.
Mynd: Getty Images
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini er að gefa út nýja bók enda hafa ýmsir partar verið birtir í fjölmiðlum.

Afar umdeild ummæli frá Chiellini hafa verið birt undanfarna daga og heldur sú veisla áfram í dag. Í þetta sinn ræðir Chiellini um þjálfara sinn Maurizio Sarri, sem er þekktur fyrir að reykja mikið af sígarettum.

„Hann er með mjög lokaðan persónuleika og gefur lítið frá sér. Hann hefur þó aðeins breyst eftir komuna til Juventus, skelin er ekki jafn hörð," segir í sjálfsævisögu Chiellini, sem er 35 ára gamall.

„Það sem engum hefur tekist að breyta er fíkn hans í sígarettur. Við lærðum snemma að fara ekki inn á skrifstofu til hans eftir sturtu eða í okkar eigin fötum því maður kemur alltaf út angandi af reyk."

Sarri, sem er 61 árs gamall, tók við Juventus í fyrra og er liðið með eins stigs forystu á toppi ítölsku deildarinnar. Þá er Juve einnig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og undanúrslitum ítalska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner