Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
   mán 17. maí 2021 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: FH nýtti færin og við ekki
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„FH nýtti færin og við ekki," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir 1-3 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

„Við fáum tækifæri til þess að komast í 2-1 undir lok fyrri hálfleiks með víti, Valli fær færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-1 líka. Öðru leyti var ekkert mikið í leiknum, mér fannst við spila vel úti á vellinum og spiluðum vel upp völlinn en auðvitað fengum við á okkur þrjú mörk en það var ekki eins og þeir hafi legið á okkur eða að FH-ingarnir hafi verið að skapa mikið af færum. Þeir bara nýttu þessa möguleika sína mjög vel sem þeir fengu."

HK spilaði vel í leiknum og komst oft í flott færi en það vantaði að ná lokahnútinum á sóknaraðgerðir þeirra.
„Já, það er oft þannig. Það er eitthvað sem við erum búnir að reyna vinna í allan vetur og sú vinna er enn í gangi og við þurfum bara að koma okkur áfram í þessar stöður og þá munum við fá fleirri færi og skora fleirri mörk."

Valgeir Valgeirsson hefur meira og minna bara leikið í bakverði hjá HK það sem af er móts en ekki á kantinum eins og við erum vön að sjá hann spila. Brynjar Björn segir það enga sérstaka pælingu í sjálfu sér fyrir því.
„Enginn pæling, það eru bara aðstæður í liðinu okkar. Birkir er meiddur, Ívar Örn er meiddur sem gaf okkur þann möguleika á að spila Valla í vinstri bakverði í dag og Örvari í hægri bakverði."

HK hefur verið að missa menn í meiðsli og vantaði stóra pósta á skýrslu hjá liðinu í dag.
„Akkúrat núna og allt í einu þá eru fjórir eða fimm leikmenn frá. Ég nefndi Birki og Ívar, Leifur er búin að vera frá, Ásgeir Marteins og Óli Örn eru meiddir þannig þetta eru 4-5 leikmenn sem vantar í hópinn og við vorum með ungan og sprækan bekk en völdum að setja Badda og Bjarna inná síðasta korterið í dag."

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner