Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
   mán 17. maí 2021 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: FH nýtti færin og við ekki
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„FH nýtti færin og við ekki," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir 1-3 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

„Við fáum tækifæri til þess að komast í 2-1 undir lok fyrri hálfleiks með víti, Valli fær færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-1 líka. Öðru leyti var ekkert mikið í leiknum, mér fannst við spila vel úti á vellinum og spiluðum vel upp völlinn en auðvitað fengum við á okkur þrjú mörk en það var ekki eins og þeir hafi legið á okkur eða að FH-ingarnir hafi verið að skapa mikið af færum. Þeir bara nýttu þessa möguleika sína mjög vel sem þeir fengu."

HK spilaði vel í leiknum og komst oft í flott færi en það vantaði að ná lokahnútinum á sóknaraðgerðir þeirra.
„Já, það er oft þannig. Það er eitthvað sem við erum búnir að reyna vinna í allan vetur og sú vinna er enn í gangi og við þurfum bara að koma okkur áfram í þessar stöður og þá munum við fá fleirri færi og skora fleirri mörk."

Valgeir Valgeirsson hefur meira og minna bara leikið í bakverði hjá HK það sem af er móts en ekki á kantinum eins og við erum vön að sjá hann spila. Brynjar Björn segir það enga sérstaka pælingu í sjálfu sér fyrir því.
„Enginn pæling, það eru bara aðstæður í liðinu okkar. Birkir er meiddur, Ívar Örn er meiddur sem gaf okkur þann möguleika á að spila Valla í vinstri bakverði í dag og Örvari í hægri bakverði."

HK hefur verið að missa menn í meiðsli og vantaði stóra pósta á skýrslu hjá liðinu í dag.
„Akkúrat núna og allt í einu þá eru fjórir eða fimm leikmenn frá. Ég nefndi Birki og Ívar, Leifur er búin að vera frá, Ásgeir Marteins og Óli Örn eru meiddir þannig þetta eru 4-5 leikmenn sem vantar í hópinn og við vorum með ungan og sprækan bekk en völdum að setja Badda og Bjarna inná síðasta korterið í dag."

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner