Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 17. maí 2021 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: FH nýtti færin og við ekki
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„FH nýtti færin og við ekki," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir 1-3 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

„Við fáum tækifæri til þess að komast í 2-1 undir lok fyrri hálfleiks með víti, Valli fær færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-1 líka. Öðru leyti var ekkert mikið í leiknum, mér fannst við spila vel úti á vellinum og spiluðum vel upp völlinn en auðvitað fengum við á okkur þrjú mörk en það var ekki eins og þeir hafi legið á okkur eða að FH-ingarnir hafi verið að skapa mikið af færum. Þeir bara nýttu þessa möguleika sína mjög vel sem þeir fengu."

HK spilaði vel í leiknum og komst oft í flott færi en það vantaði að ná lokahnútinum á sóknaraðgerðir þeirra.
„Já, það er oft þannig. Það er eitthvað sem við erum búnir að reyna vinna í allan vetur og sú vinna er enn í gangi og við þurfum bara að koma okkur áfram í þessar stöður og þá munum við fá fleirri færi og skora fleirri mörk."

Valgeir Valgeirsson hefur meira og minna bara leikið í bakverði hjá HK það sem af er móts en ekki á kantinum eins og við erum vön að sjá hann spila. Brynjar Björn segir það enga sérstaka pælingu í sjálfu sér fyrir því.
„Enginn pæling, það eru bara aðstæður í liðinu okkar. Birkir er meiddur, Ívar Örn er meiddur sem gaf okkur þann möguleika á að spila Valla í vinstri bakverði í dag og Örvari í hægri bakverði."

HK hefur verið að missa menn í meiðsli og vantaði stóra pósta á skýrslu hjá liðinu í dag.
„Akkúrat núna og allt í einu þá eru fjórir eða fimm leikmenn frá. Ég nefndi Birki og Ívar, Leifur er búin að vera frá, Ásgeir Marteins og Óli Örn eru meiddir þannig þetta eru 4-5 leikmenn sem vantar í hópinn og við vorum með ungan og sprækan bekk en völdum að setja Badda og Bjarna inná síðasta korterið í dag."

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner