Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mán 17. maí 2021 22:22
Stefán Marteinn Ólafsson
Brynjar Björn: FH nýtti færin og við ekki
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„FH nýtti færin og við ekki," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK eftir 1-3 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: HK 1 -  3 FH

„Við fáum tækifæri til þess að komast í 2-1 undir lok fyrri hálfleiks með víti, Valli fær færi í byrjun seinni hálfleiks til að komast í 2-1 líka. Öðru leyti var ekkert mikið í leiknum, mér fannst við spila vel úti á vellinum og spiluðum vel upp völlinn en auðvitað fengum við á okkur þrjú mörk en það var ekki eins og þeir hafi legið á okkur eða að FH-ingarnir hafi verið að skapa mikið af færum. Þeir bara nýttu þessa möguleika sína mjög vel sem þeir fengu."

HK spilaði vel í leiknum og komst oft í flott færi en það vantaði að ná lokahnútinum á sóknaraðgerðir þeirra.
„Já, það er oft þannig. Það er eitthvað sem við erum búnir að reyna vinna í allan vetur og sú vinna er enn í gangi og við þurfum bara að koma okkur áfram í þessar stöður og þá munum við fá fleirri færi og skora fleirri mörk."

Valgeir Valgeirsson hefur meira og minna bara leikið í bakverði hjá HK það sem af er móts en ekki á kantinum eins og við erum vön að sjá hann spila. Brynjar Björn segir það enga sérstaka pælingu í sjálfu sér fyrir því.
„Enginn pæling, það eru bara aðstæður í liðinu okkar. Birkir er meiddur, Ívar Örn er meiddur sem gaf okkur þann möguleika á að spila Valla í vinstri bakverði í dag og Örvari í hægri bakverði."

HK hefur verið að missa menn í meiðsli og vantaði stóra pósta á skýrslu hjá liðinu í dag.
„Akkúrat núna og allt í einu þá eru fjórir eða fimm leikmenn frá. Ég nefndi Birki og Ívar, Leifur er búin að vera frá, Ásgeir Marteins og Óli Örn eru meiddir þannig þetta eru 4-5 leikmenn sem vantar í hópinn og við vorum með ungan og sprækan bekk en völdum að setja Badda og Bjarna inná síðasta korterið í dag."

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner