Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. maí 2021 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Andri fékk ekki eina sekúndu í leik sem skipti engu máli
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verona 2 - 2 Bologna
1-0 Davide Faraoni ('2 )
1-1 Lorenzo De Silvestri ('32 )
2-1 Nikola Kalinic ('53 )
2-2 Rodrigo Palacio ('82 )

Miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður þegar Bologna gerði jafntefli við Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var leikur sem skipti engu máli, bæði lið um miðja deild.

Andri, sem er 19 ára, fékk samt sem áður ekki tækifæri. Andri hefur ekki fengið eins mörg tækifæri og fólk bjóst við fyrir tímabilið, hann er búinn að spila sjö leiki í deildinni. Sinisa Mihajlovic, þjálfari Bologna, kláraði ekki einu sinni allar skiptingar sínar í leiknum.

Hellas Verona er í tíunda sæti deildarinnar og Bologna situr í 11. sæti deildarinnar.

B-deildin
Í ítölsku B-deildinni vann Venezia 1-0 sigur á Lecce. Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður hjá Venezia sem leiðir í þessu einvígi í umspilinu. Síðari leikurinn fer fram á heimavelli Lecce á fimmtudag.

Óttar Magnús Karlsson var ekki með Venezia í dag en Jakob Franz Pálsson er einnig á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner