Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þetta aðgreinir Messi og Ronaldo frá Haaland"
Mynd: EPA
Manchester United tapaði gegn Crystal Palace í úrslitum enska bikarsins í dag.

Eberechi Eze skoraði eina mark leiksins en Man City gat jafnað metin þegar liðið fékk vítaspyrnu en Dean Henderson varði frá Omar Marmoush.

Wayne Rooney, fyrrum framherji Man Utd, var ekki hrifinn af því að Erling Haaland hafi ekki stigið upp og tekið vítið.

„Erling Haaland er heimsklassa framherji en þegar menn tala um Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, það er ekki séns að þeir myndu gefa boltann frá sér," sagði Rooney.

„Þetta aðgreinir þá frá Erling Haaland eða Kylian Mbappe og svoleiðis leikmönnum. Þeir eru eigingjarnir og vilja skora í hverjum leik. Það tekur á hann að klúðra færum held ég, kannski var hugsunin að taka víti á Wembley of mikið fyrir hann. Maður veit aldrei, hann er mennskur."
Athugasemdir
banner