Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   lau 17. maí 2025 18:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frimpong skrifar undir fimm ára samning við Liverpool
Mynd: EPA
Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Leverkusen, færist nær Liverpool en enska félagið hefur virkjað 35 miiljón evra riftunarverð í samningi hollenska bakvarðarins.

Fabrizio Romano greinir frá því að hann muni skrifa undir fimm ára samning við félagið en næst á dagskrá er læknisskoðun.

Þessi félagaskipti hafa legið í loftinu undanfarna daga en hann mun koma til með að taka við af Trent Alexander-Arnold sem yfirgefur félagið í sumar og gengur til liðs við Real Madrid.

Hollendingurinn hefur komið að 74 mörkum í 190 leikjum sínum með Leverkusen síðustu fjögur ár en hann kom til félagsins frá skoska félaginu Celtic.



Athugasemdir
banner