Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 17. júní 2020 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Hawk-Eye: Fyrsta sinn í sögunni sem þetta gerist
Ótrúlegt atvik og sögulegt í raun!
Ótrúlegt atvik og sögulegt í raun!
Mynd: Getty Images
Hawk-Eye Innovation, fyrirtækið á bakvið hugbúnaðinn sem sér um marklínutæknina í knattspyrnunni, segir að tæknin hafi klikkað í fyrsta sinn í sögunni í kvöld er Sheffield United var rænt marki í markalausu jafntefli gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni.

Oliver Norwood átti fyrirgjöf sem fór yfir Oerjan Nyland og aðra leikmenn VIlla og var það nokkuð augljóst að boltinn hafnaði í netinu og sýna myndskeið og myndir af atvikinu það.

Michael Oliver, dómari leiksins, dæmdi þó ekki mark, enda fékk hann ekki skilaboð um að boltinn hafi farið yfir línuna.

Hawk-Eye Innovation greinir hins vegar frá því á Twitter í kvöld að í fyrsta sinn í yfir 9000 leikjum hafi tæknin klikkað í kvöld.

„Í fyrri hálfleik í leik Aston Villa og Sheffield United þá var atvik sem átti sér stað þar sem Nyland, markvörður Villa, fer með boltann yfir marklínuna. Dómarar leiksins fengu ekki skilaboð í eyrað eða á úrin sín að þetta hafi verið mark. Þær sjö myndavélar sem eru í kringum marklínuna og markið sjálft náðu ekki skynja boltann og er þetta í fyrsta sinn í þeim 9000 leikjum sem marklínutæknin hefur verið notuð sem þetta gerist."

„Kerfið var prófað fyrir leik og gekk allt eins og í sögu og samkvæmt lögum IFAB og staðfestu dómarar að það virkaði vel. Kerfið hefur unnið vel út í gegn en Hawk-Eye biður ensku úrvalsdeildina, Sheffield United og alla þá sem þetta hafði áhrif á, innilegrar afsökunar,"
sagði í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner