Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. júní 2021 15:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fonseca tekur ekki við Tottenham - Rætt við Gattuso
Paulo Fonseca.
Paulo Fonseca.
Mynd: EPA
Það gengur ekkert hjá Tottenham að finna nýjan knattspyrnustjóra fyrir sitt lið.

Jose Mourinho var rekinn frá félaginu 19. apríl. Ryan Mason kláraði tímabilið sem stjóri liðsins og endaði Tottenham í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Tottenham hefur verið að leita að nýjum stjóra undanfarnar vikur. Félagið fór langt í viðræðum við Antonio Conte en það gekk á endanum ekki upp.

Síðustu daga virtist svo sem félagið myndi ráða hinn portúgalska Paulo Fonseca, en í dag kom í ljós að það yrði ekkert úr því. Fabrizio Romano, sem er mjög, mjög áreiðanlegur segir að samningurinn hafi verið klár fyrir Fonseca. Það varð ekkert úr þessu út af skattamálum að sögn Romano.

Hann segir að Tottenham sé núna í viðræðum við Gennaro Gattuso, fyrrum stjóra Napoli. Gattuso var ráðinn til Fiorentina fyrir um þremur vikum síðan, en hætti þar fyrr í dag þar sem hann var ósáttur með leikmannastefnu félagsins.

Gattuso vann eiginlega allt sem hægt var að vinna sem leikmaður AC Milan og varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu árið 2006.

Hans fyrsta þjálfarastarf var hjá Sion í Sviss en síðan hefur hann stýrt Palermo, AC Milan og Napoli ásamt Pisa og OFI Crete.

Simon Stone, fréttamaður BBC, segir aðra sögu. Hann segir að Tottenham hafi hætt viðræðum við Fonseca þegar það fréttist að Gattuso væri laus og áhugasamur.


Athugasemdir
banner
banner
banner